Þórólfur Guðnason sótt­varna­læknir birti nýjan pistill á co­vid.is í kvöld þar sem hann fór yfir nýju reglurnar um sótt­kví en þær breyttust fyrir helgi.

„Þann 7. janúar sl. tók gildi reglu­gerð nr. 3/2022 um sótt­kví þrí­bólu­settra vegna CO­VID-19. Með reglu­gerðinni er dregið úr tak­mörkunum á ein­stak­linga sem sæta sótt­kví vegna CO­VID-19 ef þeir eru þrí­bólu­settir gegn CO­VID-19 eða hafa fengið CO­VID-19 sjúk­dóminn stað­festan með PCR prófi og að auki tvær bólu­setningar,“ skrifar sótt­varna­læknir.

„Mikil­vægt er að ein­staklingar og fyrir­tæki kynni sér vel þessar nýju reglur og setji sér verk­lag um hvernig vinnu þeirra sem falla undir á­kvæði reglu­gerðarinnar verður háttað. Rétt er að á­rétta að þessar ein­staklingar eru skráðir í sótt­kví eins tíðkast hefur verið til þessa um sótt­kví al­mennt og þurfa að fara í PCR sýna­töku á fimmta degi.“

Unnið er að fyrir­komu­lagi þar sem þeir sem undir reglu­gerðina falla geti sótt form­lega stað­festingu á á­kvæðum reglu­gerðarinnar.

Alls greindust 1.191 Co­vid-smit innan­­­­lands í gær sam­­­­kvæmt bráða­birgða­­­­tölum frá al­manna­varna­­­deild ríkis­lög­­­reglu­­­stjóra. Alls voru 44 prósent í sótt­kví við greiningu.

Þá eru 10.326 nú í ein­angrun vegna Co­vid-19 en voru 10.040 í gær. Þá eru 9.732 nú í sótt­kví en voru 10.037 í gær. Þá eru 744 í skimunar­sótt­kví en voru 681 daginn áður. Alls eru fimm prósent þjóðarinnar í ein­angrun eða sótt­kví.

Ríkis­stjórnin á­kvað að fram­lengja nú­verandi sótt­varnar­að­gerðir um þrjár vikur á fundi sínum í dag.

„Við ætlum að fram­­lengja þær tak­­markanir sem við höfum búið við núna síðast­liðnar þrjár vikur, við fram­­lengjum þær að til­­lögu sótt­varna­læknis al­­gjör­­lega ó­­breyttar,“ sagði Willum Þór.

Fram­­­lengingin og ný reglu­­­gerð um skóla­hald taka gildi á morgun þegar nú­verandi reglu­­­gerð rennur út.