Sérsveit lögreglu var kölluð til síðdegis í dag við Varmárskóla í Mosfellsbæ. Lögreglu hafði þá borist símtal þar sem viðkomandi tilkynnti að hann væri vopnaður skotvopni og stuðbyssu og hafði uppi hótanir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Fjölmennt lið lögreglu fór á vettvang og leit hófst að viðkomandi. Í ljós kom við  nánari athugun að tilkynnandi var tæplega 14 ára piltur sem áður hefur komið við sögu lögreglu. Lögregla náði haldi á piltnum og í framhaldi var honum komið í hendur barnaverndaryfirvalda.