Innlent

Mikill viðbúnaður vegna hótunar í Mosfellsbæ

Síðdegis í dag barst lögreglu símtal þar sem viðkomandi sagðist vera vopnaður byssu og stuðbyssu. Hann hafði uppi hótanir. Fjölmennt lið fór á vettvang og hafði uppi á viðkomandi.

Fjölmennt lið fór á vettvang og hafði uppi á viðkomandi. Fréttablaðið/Stefán

Sérsveit lögreglu var kölluð til síðdegis í dag við Varmárskóla í Mosfellsbæ. Lögreglu hafði þá borist símtal þar sem viðkomandi tilkynnti að hann væri vopnaður skotvopni og stuðbyssu og hafði uppi hótanir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Fjölmennt lið lögreglu fór á vettvang og leit hófst að viðkomandi. Í ljós kom við  nánari athugun að tilkynnandi var tæplega 14 ára piltur sem áður hefur komið við sögu lögreglu. Lögregla náði haldi á piltnum og í framhaldi var honum komið í hendur barnaverndaryfirvalda.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Gular viðvaranir í gildi næstu þrjá daga

Innlent

Rændu far­angri er­lendra ferða­manna í mið­bænum

Reykjavík

Til­laga um fram­gang borgar­línu sam­þykkt

Auglýsing

Nýjast

Sátt um kjarnorkulausan Kóreuskaga

Ástarsamband Berta og Árna vekur deilur

Æ fleiri ungmenni telja kannabis ekki skaðlegt

Deilur vina og verktaka fresta lyftu

Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar

Vildi þyngja fiskinn en endaði með úldið dýrafóður

Auglýsing