Innlent

Mikill viðbúnaður vegna hótunar í Mosfellsbæ

Síðdegis í dag barst lögreglu símtal þar sem viðkomandi sagðist vera vopnaður byssu og stuðbyssu. Hann hafði uppi hótanir. Fjölmennt lið fór á vettvang og hafði uppi á viðkomandi.

Fjölmennt lið fór á vettvang og hafði uppi á viðkomandi. Fréttablaðið/Stefán

Sérsveit lögreglu var kölluð til síðdegis í dag við Varmárskóla í Mosfellsbæ. Lögreglu hafði þá borist símtal þar sem viðkomandi tilkynnti að hann væri vopnaður skotvopni og stuðbyssu og hafði uppi hótanir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Fjölmennt lið lögreglu fór á vettvang og leit hófst að viðkomandi. Í ljós kom við  nánari athugun að tilkynnandi var tæplega 14 ára piltur sem áður hefur komið við sögu lögreglu. Lögregla náði haldi á piltnum og í framhaldi var honum komið í hendur barnaverndaryfirvalda.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tölva Hauks á heimleið: „Kannski eitt ljóð enn“

Innlent

Ung­lingar léku sér á næfur­þunnum haf­ís við Ísa­fjörð

Innlent

70 missa vinnuna fyrir árslok

Auglýsing

Nýjast

Skóladrengir veittust að kyrjandi frumbyggja

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Stökk út um glugga undan eldtungum: Tveir látnir

Stormur á Suðvesturlandi í kvöld

Hálka á öllum stofn­brautum á höfuð­borgar­svæðinu

Auglýsing