Innlent

Mikill viðbúnaður vegna hótunar í Mosfellsbæ

Síðdegis í dag barst lögreglu símtal þar sem viðkomandi sagðist vera vopnaður byssu og stuðbyssu. Hann hafði uppi hótanir. Fjölmennt lið fór á vettvang og hafði uppi á viðkomandi.

Fjölmennt lið fór á vettvang og hafði uppi á viðkomandi. Fréttablaðið/Stefán

Sérsveit lögreglu var kölluð til síðdegis í dag við Varmárskóla í Mosfellsbæ. Lögreglu hafði þá borist símtal þar sem viðkomandi tilkynnti að hann væri vopnaður skotvopni og stuðbyssu og hafði uppi hótanir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Fjölmennt lið lögreglu fór á vettvang og leit hófst að viðkomandi. Í ljós kom við  nánari athugun að tilkynnandi var tæplega 14 ára piltur sem áður hefur komið við sögu lögreglu. Lögregla náði haldi á piltnum og í framhaldi var honum komið í hendur barnaverndaryfirvalda.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Fluttur tafarlaust til afplánunar

Stjórnmál

Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn

Sjávarútvegur

Fengu upp­sagnar­bréf á meðan þeir voru á sjó

Auglýsing

Nýjast

Leit að látnum gæti tekið vikur

Deila um ágæti samkomulags

Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum

Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda

Horfa verði til heilsufarsógna loftslagsbreytinga

Sjö hafa fallið á Gasasvæðinu

Auglýsing