Bíll fór í sjóinn við Hafnarfjarðarhöfn á tíunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu er um mjög alvarlegt slys að ræða. Bíllinn keyrði fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og þrír sjúkrabílar hafa þegar keyrt af vettvangi.

Sjúkrabílar eru einnig enn á svæðinu ásamt lögreglu sem vinnur að því að upplýsa málið. Fimm kafarar frá séraðgerðadeild Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út og eru þeir enn að störfum.

Lögregla veitir ekki upplýsingar um málið að svo stöddu.

Uppfært 22:45

Allir farþegar bílsins hafa verið fluttir á slysadeild. Lögregla gefur ekki upplýsingar um ástand þeirra.