Lögreglan, slökkviliðið og Landhelgisgæslan hafa lokið störfum á Eiðsgranda eftir að einstaklingur sem var talið að væri í sjónum fannst á landi.

Þetta staðfesti Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Fréttablaðið í kvöld.

„Fljótlega eftir að þyrla var kölluð út vegna þess að maður sást í sjónum við Eiðsgranda var allur viðbúnaður afturkallaður og okkur tilkynnt að maðurinn hefði fundist á landi.,“ sagði Ásgeir í samtali við Fréttablaðið.

Lög­regla, slökkvi­lið og sjúkra­bílar tóku þátt í leitinni á­samt leitar­báti og þyrlu frá Land­helgis­gæslunni vegna gruns að einstaklingur hefði farið út í sjóinn.

Þegar þyrlan var mætt á vettvang var einstaklingurinn fundinn og var hún því send til baka.

Búið er að uppfæra fréttina.