Mikill við­búnaður er nú á Hvalfjarðarvegi nærri félagsgarði Kjóss vegna um­ferðar­slyss. Að sögn sjónar­votta eru margir við­bragðs­aðilar á svæðinu.

Elín Agnes Kristínar­dóttir, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn, stað­festir þetta í sam­tali við frétta­stofu. Tveir lög­reglu­bílar fóru á vett­vang á­samt slökkvi­liðs­bílum þar sem til­kynnt var um eld í bif­reið. Unnið er að því að meta að­stæður á slysa­vett­vangi.

Sam­kvæmt Rúv var tvennt í bílnum sem fór utan vegar og talið er að þau séu al­var­lega slösuð. Þau voru flutt á slysadeild um klukkan hálf sex í dag. Mikil hálka er á svæðinu og ökufólk sem fer þar um er bent á að fara varlega.

Fréttin var uppfærð 18:05 - slysið átti sér stað á Hvalfjarðarvegi en ekki á þjóðveginum eins og áður sagði.