Mikill við­búnaður var meðal sjúkra­flutninga­manna og björgunar­sveita þegar kaja­kræðari fór í sjóinn við Geldingar­nes í Grafar­vogi á níunda tímanum í kvöld en auk þess var þyrla Land­helgis­gæslunnar í við­bragðs­stöðu.

Að sögn vakt­hafandi varð­stjóra hjá sjúkra­flutninga­mönnum var manninum bjargað á land af öðrum kaja­kræðara og var maðurinn kaldur og blautur þegar hann kom á land. Hann af­þakkaði boð í sjúkra­bíl og fékk að fara heim.