Mikill viðbúnaður er við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs hjá Menntaskólanum við Sund.

Lögreglu-, sjúkra- og slökkviliðsbílar eru á svæðinu og eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er um umferðaslys að ræða.

Ekki fengust frekari upplýsingar þegar leitað var eftir því.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er búið að opna fyrir umferð um svæðið, en henni var lokað í fyrstu.

Samkvæmt vef Vísis segir að ekið hafi verið á gangandi vegfaranda skömmu eftir klukkan 8.30 í morgun. Samkvæmt upplýsingum þeirra sé verið að flytja viðkomandi á slysadeild.

Fréttin verður uppfærð.