Fyrir um hálf­tíma síðan barst björgunar­sveitinni til­kynningu um mann sem féll í á hjá Brekku­skógi. Þetta kemur fram í frétt Vísis.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins er mikill við­búnaður á svæðinu en vitni hafa séð allt að tíu lög­reglu- og björgunar­sveitar­bíla bruna í átt að slysstað og að minnsta kosti tveir bílar með bát í eftir­dragi.

Björgunar­sveitin gat ekki gefið frekari upp­lýsingar um málið þegar Frétta­blaðið hafði sam­band og þá náðist ekki í lög­regluna á Suður­landi en í frétt Vísis segir að einn maður sé slasaður á vett­vangi og leit stendur yfir að öðrum manni.