Frakkland

Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í Frakklandi

Gulu vestin hyggjast mótmæla ríkisstjórn Macrons í dag. Þúsundir lögregluþjóna á vakt í París.

Verkamenn í gulum vestum setja upp myndavél svo hægt sé að fylgjast með Gulu vestunum.

Gulu vestin, mótmælendurnir sem hafa undanfarnar helgar safnast saman og mótmælt ríkisstjórn Emmanuels Macron Frakklandsforseta, mæta aftur til leiks í París í dag. Um síðustu helgi breyttust mótmælin í óeirðir. Hundruð voru handtekin, á annað hundrað særðist og mikið eignatjón varð. 

Þótt Macron hafi orðið við upphaflegri kröfu Gulu vestanna, að hætta við skattahækkun á eldsneyti, hefur mótmælum dagsins ekki verið aflýst. Enda snúast þau í auknum mæli um stjórnarhætti Macrons og ríkisstjórnarinnar eins og þeir leggja sig.

Mikill viðbúnaður er í höfuðborginni vegna mótmælanna. Edouard Philippe forsætisráðherra greindi frá því í gær að um 89.000 lögregluþjónar yrðu kallaðir út víðs vegar um Frakkland, þar af 8.000 í París, og að brynvarðir bílar yrðu nýttir í höfuðborginni. Þá hefur öryggismyndavélum verið komið fyrir.

Helstu kennileitum Parísar hefur verið lokað eða þau girt af. Þá hefur lögregla eindregið hvatt eigendur verslana og veitingastaða við Champs-Elysees til þess að skella í lás. Knattspyrnuleikjum hefur aukinheldur verið slegið á frest.

Christophe Castaner, innanríkismálaráðherra Frakklands, sagði í gær að mótmælin hefðu getið af sér skrímsli. Hann varaði við því að öfgafólk gæti komið sér fyrir innan raða mótmælenda og valdið usla. „Ég hef enga samúð með þeim sem misnota örvæntingu þjóðarinnar á þann hátt,“ sagði Castaner við blaðamenn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Frakkland

„Gulu vestin“ mót­mæltu þvert á til­mæli stjórn­valda

Frakkland

Á­varpar þjóðina og boðar tafar­lausar að­gerðir

Frakkland

Macron á milli steins og sleggju

Auglýsing

Nýjast

Á­kvörðun um Kapla­krikaknatt­hús í hendur Guð­mundar

Orku­mála­stjóri um Kona fer í stríð: „Fólk sem hatar raf­magn“

Arn­þrúður: Reynir þarf að þola um­ræðuna

Há­marks­greiðslur í fæðingar­or­lofi hækka

Póstberi kærir eftir að hundur beit hann í magann

Tveir á slysa­deild eftir bíl­slys á Suður­lands­vegi

Auglýsing