Mikill viðbúnaður er við Kirkjufell á Snæfellsnesi um þessar mundir þar sem talið er að göngumaður hafi fallið í fjallinu á ellefta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi var það gönguhópur sem kom að manninum og gerðu lögreglu viðvart. 

Fimm sérhæfðir fjallabjörgunarmenn eru nú á leið sinni á vettvang ásamt björgunarsveitarfólki frá höfuðborgarsvæðinu með þyrlu frá Landhelgisgæslunni. Björgunarsveitir frá Snæfellsnesi eru nú þegar á staðnum ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum. 

Uppfært klukkan 12:30 

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Fréttablaðið að þyrla Landhelgisgæslunnar sé komin á vettvang. Með í för voru fimm sérhæfðir fjallabjörgunarmenn, tveir frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og þrír frá björgunarsveitunum. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort flogið með hinn slasaða til Reykjavíkur eða annað. 

Fréttin hefur verið uppfærð.