Talið er að fjögur mislingasmit hafi verið staðfest hér á landi síðustu daga. Tvö börn smituðust í flugvél, annað hvort á leið til landsins með Icelandair þann 14. febrúar, eða í flugi Air Iceland Connect þann 15. febrúar frá Reykjavík til Egilsstaða. Þá hafa tveir fullorðnir greinst með mislinga. Mikill viðbúnaður mun vera á Landpítalanum vegna þessa.

Annað barnanna er á Austurlandi en hitt var í ungbarnaleikskóla í Garðabæ þar sem 16 börn eru í þessum ungbarnaleikskóla. Leikskólanum hefur verið lokað og börnin sett heim í 14 daga sóttkví.

90 prósent Íslendinga eru ónæmir mislingum vegna bólustetningar eða að þeir hafi fengið smit áður. Áhættuhópurinn eru börn undir átján mánaða aldri sem hafa ekki fengið bólusetningu gegn mislingum.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er nú unnið að því að undirbúa ferli hjá Landspítala til að takast á við mislingasmit. Þar hefur verið rætt að sé grunur um smit eigi einstaklingar að hringja í síma 1700 þar sem hjúkrunarfræðingur metur stöðuna. Fyrsta viðbragð verður á þá leið að læknir er sendur á heimili fólks í stað þess að það komi með hugsanlegt mislingasmit inn á spítalann vegna smithættu.