Allt að 88 prósenta verðmunur er á jólabókunum í ár samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ.

Bækurnar eru oftast ódýrastar í Bónus og því næst í verslun Forlagsins. Penninn-Eymundsson, sem þjónustar bókaunnendur um allt land allan ársins hring, er oftast með hæsta verð.

Engar verðmerkingar var að sjá í Nettó, en reglur Neytendastofu kveða á um að vörur skuli verðmerktar hvar sem þær eru til sýnis og auðvelt eigi að vera að sjá verð og þjónustu á sölustað.

ASÍ bendir á að verð á algengum bókatitlum breytist ört í verslunum á þessum árstíma.