Klippingar á Íslandi eru þær áttundu dýrustu í heimi og kosta að meðaltali rétt rúmlega 8 þúsund krónur. Danir tróna á toppi listans en þar kosta klippingar að meðaltali 9.800 krónur. Í öðru sæti koma Norðmenn og þá Bandaríkjamenn.

Þetta kemur fram í greiningu viðskiptatímaritsins Ladders.

Ódýrustu klippinguna má finna í Argentínu, aðeins 675 krónur, en upplýsingar frá fjölmörgum ríkjum þriðja heimsins vantar. Á eftir Argentínu koma Sambía og Filippseyjar.

Þó nokkur munur er á karla- og kvennaklippingum hér á landi sem annars staðar. Meðalverð dömu­klippingar hér á landi er 9.200 krónur en verð herraklippingar er aðeins um 6.600 krónur. Það er rúmlega 39 prósenta munur.

Langoftast eru dömuklippingar dýrari en herraklippingar, sama hvar er gengið inn á stofu.

Mesta jafnræðið mældist í örríkinu Andorra, aðeins 5 prósent, en þar borga karlmenn meira. Mesti munurinn mældist í Nígeríu, 634 prósent, en þar eru klippingar almennt með þeim ódýrari í heiminum. Í Kólumbíu kostar herraklipping tæpar 1.400 krónur en en dömuklipping 8 þúsund.