Sjór flæðir nú yfir brimgarða niður á Granda og eys aur yfir götur. Há sjávarstaða og sterkir straumar hafa valdið því að öldur hafa gengið á land.

Töluverð truflun hefur orðið á umferð af þessum sökum og hafa margir vegfarendur ákveðið frá að hverfa. Bíll frá borginni er á staðnum og lögregla fylgist með aðstæðum.

Sjávarágangurinn teppir göngustíga og hjólastíg og hefur borist út á götu en grafa mætti á svæðið til að hreinsa götuna.

Mjög slæmt veður hefur verið í höfuðborginni í dag og bað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu íbúa um að kanna stöðu á trampólínum og öðrum lausamunum sem geymdir eru utandyra. Veðurspáin gerði ráð fyrir suðvestan 8 til 13 metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.

Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóra Lindarvatns deildi þessu myndbandi á Twitter í kvöld:

Aur eys yfir götur.
Anton Brink
Þessi stúlka fylgdist pollróleg með herlegheitunum.
Anton Brink
Þessi kippti sér ekki upp við smá brim og tók myndir.
Anton Brink