Nærri þre­faldur munur er á kostnaði við hvert leik­skóla­barn innan sveitar­fé­laga. Mestur er kostnaðurinn hjá Reyk­hóla­hreppi á Vest­fjörðum, 4.887 krónur dag­lega á hvert barn. Hjá Tálkna­fjarðar­hreppi er kostnaðurinn að­eins 1.715 krónur.

Þetta kemur fram í svari Ás­mundar Einars Daða­sonar mennta­mála­ráð­herra við fyrir­spurn Lilju Rann­veigar Sigur­geirs­dóttur, þing­manns Fram­sóknar­flokksins.

Að meðal­tali er kostnaður sveitar­fé­laganna 2.435 krónur, þegar búið er að draga þjónustu­kostnaðinn frá og innri leigu.

Á höfuð­borgar­svæðinu er kostnaðurinn hæstur hjá Sel­tjarnar­nes­bæ, 3.082 krónur, en lægstur hjá Mos­fells­bæ, 1.945 krónur. Hjá Reykja­víkur­borg, Hafnar­fjarðar­bæ og Kópa­vogs­bæ er kostnaðurinn í kringum 2.500 krónur.

Af fjöl­mennari sveitar­fé­lögum landsins er kostnaðurinn einna lægstur hjá Akra­nes­kaup­stað, Akur­eyrar­bæ og Reykja­nes­bæ.