Trans­sam­fé­lagið upp­lifir mikinn stuðning við réttinda­bar­áttu sína á Ís­landi og mikill minni­hluti fólks gerir veður út af trans­fólki í sund­klefum. Þetta segir Tót­la I Sæ­munds­dóttir, fræðslu­stýra Sam­takanna '78 í sam­tali við Frétta­blaðið.

Til­efnið eru um­ræður inni á Face­book hópnum Mæðra­tips um skoðanir kvenna þar inni á því að trans­fólk sæki sund og nýti sér þar með sund­klefa. Þar furða ein­hverjir sig á því að trans­konur fái að sækja sund­klefa með öðrum konum en Tótla bendir á að það sé mikill minni­hluti.

„Ég væri engan vegin hress ef karla­maður væri í kvk klefanum. Þið vitið karl­maður með lim...sama hvort sú manneskja væri á leiðinni í leið­réttingu. Hér eru reglur!“ skrifar einn með­lima hópsins í til­teknum um­mæla­þráði.

„Og á meðan þú ert í kk líkama áttu að fara í kk sund­klefann...Hvað ef það væru allt í einu 10 full­orðnir karl­menn í kvenna klefanum? Hvað ef ei­hver þeirra er ekki á leiðinni í leið­réttingu heldur er perri? Hvað ef svo einn þeirra heldur á síma sínum? Eins­og það sé ekki nógu vont að kona haldi á símanum! Til­hvers höfum við þá reglur?“

Ekki við­tekin skoðun

„Þegar ég skoðaði þetta síðast voru komin ein­hver átta hundruð um­mæli og lang, lang, lang­stærstur hluti var á því að fólk ætti að fá að velja sér þann klefa eftir þeirri kyn­vitund sem hentar og skildi ekki alveg að fólki þætti þetta ó­þægi­legt. Það var lang­stærsti hlutinn,“ segir Tót­la.

„Ég velti því fyrir mér í gær hvort þetta væri ein­fald­lega bara fólk að venjast nýjum tímum. Það er kannski ekki vant því að sjá trans­fólk í sundi og það er bara að venjast,“ segir hún.

Hún segist halda að um­mæli líkt og þau sem finna má hér að framan séu undan­tekning. Að­spurð segir hún um­ræðuna mögu­lega spretta upp núna því trans­fólk treysti sér í meira mæli til að sækja sund­staði nú en áður. „Já ég myndi halda það og ég myndi halda að þetta væri þá frekar já­kvæð þróun,“ segir hún og vísar til um­ræðunnar.

„Það er yfir­leitt þannig að fólk ein­blínir á þau,“ segir Tót­la um nei­kvæðu um­mælin. „En ég myndi segja að þetta væri mikill minni­hluti,“ segir hún. Hún segir að­spurð að hún telji að Ís­lendingar styðji upp til hópa réttinda­bar­áttu þeirra sem eru trans.

Ís­lenska hin­segin­sam­fé­lagið mjög sam­heldið

Hún segir að­spurð að Sam­tökin '78 hafi í auknum mæli þurft að bregðast við ein­stak­lingum sem mæli fyrir því að réttinda­hópar hin­segin­sam­fé­lagsins snúi bökum sínum við trans­fólki.

„Já, í rauninni höfum við þurft að bregðast við þessari um­ræðu. Þetta eru í raun ör­fáir ein­staklingar sem hafa myndað sér­hóp,“ segir Tót­la. Um­ræddur hópur hafi gefið sig út fyrir að standa að vett­vangi fyrir sam­kyn­hneigða og tví­kyn­hneigða til að tjá sig og að ekki væri um úti­lokun að ræða.

„En flest sem hefur birst þar á þeim vett­vangi hefur eitt­hvað að gera með úti­lokun á trans­fólki,“ segir Tót­la. Hún segir að­spurð að rætur þeirrar hreyfingar megi rekja til Bret­lands, en þar hefur rit­höfundurinn J.K. Rowling meðal annars talað hæst gegn réttinda­bar­áttu trans­fólks.

„Þessi hreyfing í Bret­landi er mjög trans­fóbísk og anti-trans og hefur gefið sig mjög skýrt fyrir að vera það. Og þetta er auð­vitað bara eitt­hvað sem við viljum ekki sjá hér. Hin­segin sam­fé­lagið er mjög sterkt hér og stendur saman. Þannig ég hef í rauninni ekki miklar á­hyggjur því við erum sterk heild en auð­vitað vill maður ekki sjá þetta á Ís­landi.“