Ragn­heiður Ósk Er­lends­dóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar hjá Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, segir það mikinn létti hve vel hafi gengið nú í morgun við fram­kvæmd bólu­setninga í hópi 12-15 ára.

Ragn­heiður segir um þúsund krakka, fædd 2006 og 2007, mætt í morgun í fylgd for­eldra þegar bólu­setningar hófust klukkan 10. Bólu­sett er með Pfizer. Tvö bólu­efni hafa verið sam­þykkt fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára hér á landi, bólu­efni Pfizer og bólu­efni Moderna.

„Þetta gengur ó­trú­lega vel, ekkert komið upp á og fín mæting. Það komu þúsund fyrsta klukku­tímann,“ segir Ragn­heiður. Að­spurð segir hún þá tölu standast væntingar.

Hún segir smá kvíða í einum og einum sem mæta. Skóla­hjúkrunar­fræðingar sinni þeim krökkum á sér svæði á efri hæðinni.

„Við vorum svo­lítið efins um að taka á móti svo stórum hóp barna hér í höllinni en er mikið létt hve vel hefur gengið,“ segir Ragn­heiður.

Taldi það galna hug­mynd að bíða

Á­­kveðið var að bólu­­setja börn ekki í sumar vegna stöðu far­aldursins og mögu­­legra auka­­­verkanna en vegna fjölda smita síðustu vikur var á­­kveðið að endur­­­skoða það.

Kamilla Sig­ríður Jósefs­dóttir, stað­gengill sótt­varna­læknis, sagði í svari við fyrir­spurn Frétta­blaðsins í byrjun ágúst að beðið hefði verið með bólu­setninguna til að byrja með vegna fregna um hjarta­bólgu og gollurs­húss­bólgu eftir mRNA bólu­setningu.

„Á þeim tíma var ekki alveg ljóst hvort þetta væru al­var­­leg veikindi eða væg, þetta eru alltaf ógn­vekjandi veikindi því það vill enginn sjá börnin sín með brjóst­­verk og hjart­­sláttar­truflanir og mæði, en þetta hefur síðan komið í ljós er yfir­­­leitt mjög vægt, þarf litla eða enga með­­ferð, og flestir jafnar sig bara á til­­­tölu­­lega stuttum tíma,“ sagði Kamilla.

Jón Magnús Jóhannes­son, deildar­læknir á Land­spítalanum, gagn­rýndi á­kvörðun stjórn­valda með að bíða með bólu­setningar í um­ræddum aldurs­hóp harð­lega í júlí síðast­liðnum. Sagði hann af­stöðuna ó­boð­lega á sínum tíma og hug­myndina galna.

„Einnig orkar það tví­­­mælis að bíða eftir meiri sam­­fé­lags­dreifingu áður en bólu­­sett er. Við vitum að klár á­vinningur er af bólu­­setningu 12-16 ára barna við CO­VID-19 og öryggi er mjög gott. Hér er ekki verið að láta börn njóta vafans - hér er verið að tak­­marka að­­gengi barna að mikil­­vægri heil­brigðis­­þjónustu.“