Lög­reglan hefur notast við ó­merkta lög­reglu­bif­reið með hraða­mynda­véla­búnaði og myndað brot öku­manna við skóla á höfuð­borgar­svæðinu. Um 600 öku­menn hafa verið myndaðir aka of hratt, sumir svo hratt að þeir verða sviptir öku­leyfi, segir í til­kynningu frá Lög­reglunni.

Við skólana þar sem leyfður há­marks­hraði er 30, hefur meðal­hraði verið 43 km/klst. Alls óku 47 öku­tækjum á 50 kíló­metra hraða eða meira, en sá sem hraðast ók mældist á 65. Alls hafa 2.003 öku­tæki verið vöktuð við þessar hraða­mælingar segir í til­kynningunni og því er brota­hluta­fallið 31 prósent.

"Við erum með börn á ýmsum aldri sem eru á kreiki og sjálf­sagt að virða þessi til­mæli. Það er á­stæða að það er á­kveðinn há­marks­hraði og hraða­hindranir og fleira í þeim dúr við skólana," segir Hrefna Sigur­jóns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Heimilis og skóla.

Hún segir að fókus öku­manna verði að vera í lagi við skólana enda margir þar sem eru ekki þaul­vanir um­ferðinni heldur eru að byrja sína veg­ferð að líta til beggja hliða. "Það er ekki gott að fólk sé ekki með fókus á því sem það er að gera í um­ferðinni. Það er líka mikið í símanum og er ekkert að fylgjast með það sem er að gerast í kringum sig."