Slökkvi­liðið á höfuð­borgar­svæðinu var kallað út klukkan rétt rúm­lega tvö í dag vegna mikils bruna á Skemmu­vegi. Kviknað hafði í bif­vélar­verk­stæði og lagði mikinn reykjar­mökk frá eldinum.

Allar stöðvar voru kallaðar út og voru við­bragð­aðilar mættir á vett­vang nokkrum mínútum eftir út­kallið. Alls eru um 25 slökkvi­liðs­menn við störf og þrír dælu­bílar auk körfu­bíla eru á staðnum.

Sig­ur­jón Hendriks­­son varð­stjóri sagði í sam­tali við Frétta­blaðið ekki vera vitað til þess að neinn hafi verið inn í húsinu þegar eldurinn kviknaði.

Til­drög brunans liggja enn ekki fyrir þar sem enn er unnið að því að ráða niður­lögum eldsins.

Lög­regla vinnur nú að því að loka nær­liggjandi götum fyrir bíla­um­ferð en um­ferð hefur verið til trafala á vett­vangi. „Þessi mikli svarti reykur trekkir fólk að og það skapast mikil um­ferð í kringum svæðið,“ sagði Sigur­jón. Búast má við um­ferða­töfum í grennd við brunann.