Hvalfjarðargöngin voru lokuð í dágóðan tíma í dag og þar af leiðandi hefur myndast mikil umferðarteppa í kringum þau. Samkvæmt tilkynningu vegagerðarinnar var ástæðan fyrir lokuninni bilun á bíl sem saddur var í gögnunum. Þau hafa nú verið opnuð aftur

Ökumenn hafa margir beðið í þónokkra stund vegna lokunarinnar. Vegagerðin sendi tilkynninguna frá sér klukkan 15:40, og í henni kom fram að dráttarbíll væri á leiðinni og búist væri við því að göngin yrðu lokuð í fimmtán til tuttugu mínútur í viðbót. Um það bil fjörtíu mínútum seinna kom fram að þau hefðu verið opnuð.

Fréttablaðið heyrði í ökumanni á svæðinu sem sagðist hafa beðið í þrjátíu mínútur. Hann sendi myndir af vettvangi.

Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend