Fjöldi fólks vill fylgja þeim Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri grænna, og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á þing fyrir flokkinn í Reykjavík. Allavega sex gefa kost á sér í 2. sæti á listum flokksins í Reykjavík fyrir næstu kosningar en framboðsfrestur rennur út klukkan 17 í dag.

Þeir sem skipa 2. sæti á listum flokksins í Reykjavík eru líklegir til að ná þingsæti en flokkurinn náði tveimur mönnum inn í Reykjavík suður þar sem Svandis hefur lengur lengi verið í forystu. Kolbeinn Óttarsson Proppé fylgdi henni á þing í því kjördæmi eftir síðustu kosningar. Þrír af lista forsætisráðherra í Reykjavík-norður komust á þing, Katrín sjálf, Steinunn Þóra Árnadóttir og Andrés Ingi Jónsson, sem nú er í framboði fyrir Pírata.

Auk þeirra þingmanna sem vermdu 2. Sæti á listum flokksins fyrir síðustu kosningar, þeim Steinunni Þóru og Kolbeini, sækjast allavega fjórir eftir 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Þetta eru Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði hjá VR, Orri Páll Jóhannsson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Daníel E. Arnars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­takanna ´78, og Andrés Skúlason, fyrrverandi oddviti Djúpavogshrepps.

Elva Hrönn Hjartardóttir

Elva Hrönn gekk til liðs við VG snemma árs 2017. Hún er varaformaður VG í Reykjavík og situr í stjórn hreyfingarinnar.

Ég gef kost á mér í 2. sæti í forvali VG í Reykjavík, sem fram fer á rafrænan hátt dagana 16.-19. maí nk. Ég gekk til...

Posted by Elva Hrönn Hjartardóttir on Föstudagur, 16. apríl 2021

Daníel E. Arnarson

Daníel er framkvæmdarstjóri samtakanna 78. Hann byrjaði að starfa fyrir Vinstri græn í al­þingis­kosningum árið 2007, var stjórnar­maður í Ungum vinstri grænum til ársins 2014. Hann gegndi starfi fram­kvæmda­stjóra 2014-2016, sat í stjórn hreyfingarinnar frá 2015-2019. Daníel hefur áður tekið sæti á lista í kosningunum 2009, 2013, 2016 og 2017.

Orri Páll Jóhannsson

Orri Páll Jóhannsson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, er einnig varaþingmaður í Reykjavík. Hann gaf fyrst kost á sér í alþingiskosningunum 2016 og svo aftur 2017. Hann hefur verið varaþingmaður Reykvíkinga bæði kjörtímabilin. Áður en hann fór að starfa með Guðmundi Inga Guðbrandssyni í umhverfisráðuneytinu, gegndi hann starfi þjóðgarðsvarðar með aðsetur á Kirkjubæjarklaustri.

Gleðilegt sumar, kæru vinir og félagar! Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2. sæti á lista VG í öðru hvoru...

Posted by Orri Páll Jóhannsson on Sunnudagur, 25. apríl 2021

Andrés Skúlason

Andrés skúlason er fyrrverandi oddviti Djúpavogshrepps. Hann hefur einnig gegnt formennsku í svæðisfélagi VG á Austfjörðum.

Þingmenn flokksins vilja áfram verma sín sæti

Þingmenn flokksins í Reykjavík hafa þó ekki fengið nóg. Katrín og Svandís gefa án efa kost á sér til forystu fyrir flokkinn og svo er einnig með aðra þingmenn flokksins í Reykjavík.

Steinunn Þóra Árnadóttir

Steinunn Þóra Árnadóttir gefur áfram kost á sér í 2. sæti en hún var í því sæti á lista formanns flokksins í Reykjavík-norður fyrir síðustu kosningar. Hún gefur nú kost á sér í hvoru kjördæminu sem er. Steinunn hefur lengi starfað með hreyfingunni en hún hefur verið alþingismaður frá árinu 2014.

Það eru spennandi en krefjandi tímar í íslenskum stjórnmálum. Kjörtímabilið sem senn er á enda hefur verið viðburðaríkt...

Posted by Steinunn Þóra Árnadóttir on Sunnudagur, 11. apríl 2021

Kolbeinn Proppé

Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur setið á þingi síðan 2016. Hann var í 2. sæti á lista Svandísar Svavarsdóttur fyrir síðustu kosningar. Kolbeinn hefur verið áberandi í pólitískri umræðu að undanförnu en hann ákvað að söðla um og sækjast eftir forystusæti á lista flokksins í suðurkjördæmi. Hann hafði ekki erindi sem erfiði og ákvað eftir fjölda áskoranna að reyna að halda þingsæti sínu í Reykjavík.

Tilkynning um framboð Ég hef tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér í 2. sætið á lista Vinstri grænna í öðru hvoru...

Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Saturday, 24 April 2021