Sagt er frá því hvernig Tesla hefur á nokkrum mánuðum náð þessari stöðu í þjóðfélagi sem hentar rafknúnum ökutækjum einstaklega vel. Einnig er talað um að meginhluti þjóðarinnar búi í Reykjavík og nágrenni og ferðir séu í flestum tilfellum stuttar, sem geri þetta mögulegt. Einnig er talað um hátt hlutfall tengiltvinbíla, eða 15% en það er hærra en í flestum öðrum löndum. Sagt er frá því í fréttinni að von sé á stórri sendingu frá Tesla aftur eftir 2-3 mánuði.