Strangar sóttvarnarreglur gilda á líkamsræktarstöðvum sem máttu þó opna aftur í dag samkvæmt reglugerð Heilbrigðisráðherra. Reglur milli stöðva eru á nokkuð sama veg. Sturtu- og búningsherbergi verða ekki opnin og hámarksfjöldi í hóptímum hefur verið lækkaður í 20 manns og hámarksviðvera hvers iðkanda í húsi eru takmörk sett. Þá eru tækjasalir almennt lokaðir en hóptímar með fjöldatakmörkun skipulagðir með þjálfurum í tækjasölum. Grímuskylda er alls staðar fram að æfingum og eftir þær og iðkendur þurfa að sótthreinsa sjálfir þann búnað sem þeir nota og mega ekki deila honum með öðrum

Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar segir sína viðskiptavini gríðarlega ánægða með að líkamsræktin opnaði á ný í dag en hún hefur verið lokuð í þrjá mánuði eða frá 4.október vegna sóttvarnarreglna. „Það hefur verið mikil gleði hjá okkur í dag“, segir hún og bæta þurfi við tímum eins og hægt er. Hún eigi þó ekki von á því að nein vandamál komi upp vegna reglnanna sem fara þarf eftir og takmarkar til dæmis mjög fjölda á líkamsræktarstöðvunum.