Stað­festum Co­vid-19 til­fellum á Spáni fjölgaði um­tals­vert í gær og eru þau nú 56.188 talsins. Þetta er fjölgun um 8.378 til­felli frá tölum sem birtust í gær­morgun.

4.089 eru nú látnir á Spáni af völdum Co­vid-19 og fjölgaði þeim um 655 í gær.

Yfir­völd í Íran til­kynntu í morgun að í heildina hefðu 2.234 látist af völdum Co­vid-19, en þeim fjölgaði um 157 í gær. Sam­tals hafa komið upp 29.406 til­felli í landinu síðan far­aldurinn hófst.

Sam­kvæmt tölum á vef Johns Hop­kins-rann­sóknar­há­skólans í Baltimor­e nálgast Co­vid-19 til­felli á heims­vísu nú 500 þúsund. Hátt í 22 þúsund manns hafa látist.