Í mars 2020 bárust 11 til­kynningar frá börnum til Barna­verndar Reykja­víkur en þær hafa verið á bilinu 1-2 í mars­mánuði undan­farin ár. Þá bárust 60 til­kynningar frá ná­grönnum/al­mennum borgurum, en þær hafa verið á bilinu 22-39 undan­farin ár. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Reykja­víkur­borg.

Mikil fjölgun var einnig um til­kynningar þar sem barn var í yfir­vofandi hættu en þær voru 71 í síðasta mánuði en hafa verið á bilinu 28-42 í mars­mánuði undan­farin ár. Í mars 2020 voru svo 21 til­kynning um heimilis­of­beldi, en að meðal­tali berast um 18 til­kynningar um heimilis­of­beldi í hverjum mánuði.

„Vel er fylgst með þróun mála hjá Barna­vernd Reykja­víkur í því á­standi sem skapast hefur vegna Co­vid-19. Lykil­tölur í mars­mánuði sýna mark­tæka aukningu í til­kynningum frá al­menningi. Fram eftir mánuði voru til­kynningar til barna­verndar færri en venju­legt er, en síðari hluta mánaðarins jókst fjöldi þeirra um­tals­vert. Opin um­ræða um þróun mála og nauð­syn þess að börn og á­byrgt fólk í nær­um­hverfi barna komi á­bendingum og til­kynningum beint til barna­verndar hefur þróast hratt og farið víða síðustu vikur og endur­speglast í fjölgun til­kynninga frá þessum hópi,“ segir frétta­til­kynningu Reykja­víkur­borgar.

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hefur verið helsti til­kynnandi til Barna­verndar Reykja­víkur í gegnum tíðina, en skólar og skóla­þjónusta, á­samt vel­ferðar- og heil­brigðis­þjónustu hafa bætt sig tölu­vert síðast­liðinn ára­tug, með aukningu frá 62% til 118%.

„Það má því til sanns vegar færa að al­menningur taki hvatninguna "Við erum öll barna­vernd" al­var­lega og af á­byrgð,“ segir í til­kynningu borgarinnar.