Fjölgun rjúpu á Norðausturlandi hefur ekki verið minni síðan mælingar hófust árið 1964. Á vef Náttúrufræðistofnunar er ástæðan sögð mikil vætutíð sem einkennt hefur sumarið á Norðausturlandi. Á Vesturlandi hefur viðkoma rjúpunnar ekki verið lakari síðan árið 1995.

Rjúpnatalningar síðastliðið vor sýndu að rjúpnastofninn var í mikilli uppsveiflu víðast hvar, mælingar nú sýna þó að stofninn hafi mætt mótbyr. Síðasta haust var veiðistofn rjúpu 248 þúsund fuglar. Árið 2020 var hann 280 þúsund fuglar og árið 2019 var hann 820 þúsund fuglar.