Nýtt undir­­af­brigði Delta-af­brigðis Co­vid-19 greinist nú í vaxandi mæli í Bret­landi. Sam­­kvæmt til­­­kynningu frá heil­brigðis­­öryggis­­stofnun landsins er „Delta-undir­­af­brigði, ný­­lega nefnt AY.4.2, í vexti.“ Að mati sumra vísinda­manna gæti það verið allt að því 15 prósentum meira smitandi en Delta.

Undan­farna daga hefur smitum fjölgað stöðugt þar og á degi hverjum greinast um 40 þúsund smit. Frá júlí til októ­ber á þessu ári hafa um þrjár milljónir smita greinst. Þar af hafa 79 þúsund smitaðra þurft að leggjast inn á sjúkra­hús. Frá októ­ber í fyrra þangað til í janúar greindust um 2,7 milljónir smita og rúm­­lega 185 þúsund manns þurftu að leggjast inn. Bólu­­setningar virðast því koma mjög að gagni til að draga úr al­var­­legum veikindum. Alls hafa 67,6 prósent Breta verið full­bólu­settir og 73,7 prósent fengið minnst eina sprautu.

Alls hafa 67,6 prósent Breta verið full­bólu­settir.
Fréttablaðið/EPA

Sam­kvæmt heil­brigðis­öryggis­stofnuninni er AY.4.2 á­stæða um sex prósenta smita í vikunni sem hófst 27. septem­ber, þeirri síðustu þar sem liggja fyrir rað­greiningar­gögn, og „fer vaxandi“.

Í undir­af­brigðinu eru tvær nýjar stökk­breytingar í bindi­prótíni veirunnar, sem kallast A222V og Y145H. Prótínið er utan á veirunni og hjálpar henni að komast inn í frumur.

Í sam­tali við The Guar­dian segir Ravi Gupta, prófessor í klínískri ör­veru­fræði við Cam­brig­dehá­skóla, að stökk­breytingarnar séu ekki sér­stakt á­hyggju­efni.

„A222V hefur sést í öðrum ættum Delta. Það hefur ekki haft ýkja mikil á­hrif á veiruna.“ Hann segir að Y145H hafi fundist í Alpha-af­brigðinu og öðrum af­brigðum. Það virðist hafa á­hrif á bindingu mót­efnis og veirunnar að sögn hans en á­hrifin væru ekki mikil.

Boðið upp á hrað­próf í London í júlí.
Fréttablaðið/EPA

„Fyrir mér eru þetta ekki þýðingar­miklar stökk­breytingar. Við þurfum að skoða þetta nánar til að sjá hvaða stökk­breytingar eru á öðru en bindi­prótíni,“ segir Gupta.

Dr. Jef­frey Bar­rett, yfir­maður Co­vid-19 erfða­fræði­verk­efnisins við Wellcome Sanger-stofnunina í Cam­brid­ge, og Francois Ball­oux prófessor, for­stjóri erfða­fræði­stofnunar Uni­versity College London, segja í sam­tali við Financial Times að AY.4.2 gæti verið 10 til 15 prósent meira smitandi en hið upp­runa­lega Delta-af­brigði. Þeir vara þó við svart­sýni.

„Bret­land er eina landið þar sem þetta hefur náð við­líka flugi og ég get ekki úti­lokað enn að vöxturinn sé til­viljana­kenndur lýð­fræði­legur við­burður,“ segir Ball­oux. Hann segir ó­lík­legt að hið nýja undir­af­brigði sé á­stæða fjölgunar smita í Bret­landi.