„Inflúensan er ekki komin svo ég viti til,“ segir Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, spurður hvort ár­leg inflúensa sé á­stæða veikinda sem hrjá um þessar mundir fjölda lands­manna.

„Hins vegar er mikið um sýkingar í öndunar­færum en það eru annars konar veiru­sýkingar,“ segir Óskar. Hann segir þær sýkingar sem nú séu tíðar hér á landi svo­kallaðar haust­kvef­pestir sem ein­kennist af kvefi, hósta og slapp­leika. Besta ráðið við þeim sé að taka því ró­lega.

„Þegar fólk svo fær þessar ekta inflúensur koma þær hratt og ein­kennast af háum hita, bein­verkjum og höfuð­verk. Síðast þegar ég vissi var ekkert skráð til­felli in­flúensu á Land­spítalanum,“ segir Óskar. Hann segir haust­kvefið einkar skætt í ár og á­stæðuna þá að þjóðin hafi sloppið við pestina í fyrra.

Hefnist fyrir pestar­laust ár

„Það er þannig að ef þjóð er lítið út­sett eitt árið þá „hefnist“ henni fyrir það hið næsta,“ segir Óskar og hvetur fólk til að láta bólu­setja sig gegn ár­legri in­flúensu. „Það getur sparað fólki ýmis­legt að sleppa við inflúensuna sem getur valdið því að fólks sé mikið lasið með háan í hita jafn­vel í heila viku.“

Þá hvetur Óskar fólk, sem smitast hefur af um­ræddum veiru­sýkingum, til að leita ekki á heilsu­gæslu nema um al­var­leg veikindi sé að ræða. Þar sé mikið álag vegna Co­vid. „Við bendum fólki á að nota skyn­semina, sér­stak­lega ef ein­kennin eru létt­væg og lítil­fjör­leg.“