Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrri hluta nætur. Þetta kemur fram í stuttri dagbók lögreglu vegna næturinnar.
Þar segir að sjö ökumenn hafi verið stöðvaðir undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Þá segir að mikið hafi verið um ölvunartengd mál og hávaðakvartanir.
Lögreglunni var auk þess tilkynnt um tvö umferðarslys en bæði reyndust vera minniháttar.