Tals­verður erill var hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu fyrri hluta nætur. Þetta kemur fram í stuttri dag­bók lög­reglu vegna næturinnar.

Þar segir að sjö öku­menn hafi verið stöðvaðir undir á­hrifum á­fengis eða fíkni­efna.

Þá segir að mikið hafi verið um ölvunar­tengd mál og há­vaða­kvartanir.

Lög­reglunni var auk þess til­kynnt um tvö um­ferðar­slys en bæði reyndust vera minni­háttar.