Mikið var um ölvun, slagsmál og heimilisofbeldi í öllum hverfum samkvæmt dagbók lögreglunnar.
Þar kemur fram að lögregla hafi farið á fjögur heimili þar sem grunur er um heimilisofbeldi og að lögregla hafi sinnt átta útköllum vegna líkamsárása eða hópslagsmála. Fjögur þeirra voru í miðbænum en þar var sparkað í liggjandi mann og slegist. Í Garðabæ var tilkynnt um bæði hópslagsmál við Hagkaup og um meðvitundarlausan aðila sem fluttur var á slysadeild með áverka.
Þá fór lögregla tvisvar á vettvang til að sinna aðilum sem höfðu sagst vilja fyrirfara sér. Annar var fluttur á slysadeild og hinn í fangaklefa.
Lögregla sinnti einnig öðrum verkefnum eins og að rannsaka skemmdarverk á Grand hótel og að krakkar hefðu kastað garðálf í útidyrahurð í Vesturbænum.
Þá var eitthvað um ölvaða ökumenn en einn var vistaður í fangageymslu sem var handtekinn við golfskálann í Mosfellsbæ.