Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. 91 mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00 og voru sex vistaðir í fangaklefum.

Mikið var um akstur undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna þar sem fjórtán ökumenn voru stöðvaðir vegna þessa. Þrír af þessum ökumönnum höfðu verið valdir af umferðaróhöppum áður en lögregla hafði afskipti af þeim. Þeir voru allir vistaðir í fangaklefum og bíða skýrslutöku þegar af þeim rennur víman.

Þá var ökumaður stöðvaður í Háaleitis-og Bústaðarhverfi og reyndist bifreiðin sem hann ók vera stolin, maðurinn var vistaður í fangaklefa.

Lögreglu bárust einnig fjölda útkalla vegna samkvæmishávaða víðs vegar um borgina.