„Það er mjög mik­ið vatns­tjón um allt hús,“ seg­ir Atli Ólafs­son, rekstr­ar­stjór­i bygg­ing­a­vör­u­versl­un­ar­inn­ar Hús­a­smiðj­unn­ar í Dals­hraun­i. Eldur kvikn­að­i í í­búð­ar­hús­næð­i á fjórð­a tím­an­um í dag en versl­un­in er stað­sett á tveim­ur hæð­um fyr­ir neð­an í­búð­in­a sem er á þriðj­u hæð.

„Það lek­ur af efri hæð­inn­i ansi víða og það fer nið­ur. Við erum á tveim­ur hæð­um og þett­a fer alveg nið­ur en það lek­ur í raun enn­þá,“ seg­ir Atli í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið.

Búið er að slökkv­a eld­inn en slökkv­i­lið­ið verð­ur með vakt á staðn­um eitt­hvað fram á kvöld vegn­a um­fangs elds­ins sem var tals­vert. Fjór­um var bjarg­að af svöl­um í nær­liggj­and­i íbúð við þá sem kvikn­að­i en fjöld­i fólks þurft­i að yf­ir­gef­a hús­næð­i sitt.

Tjón­ið gæti kom­ið til með að hafa á­hrif á rekst­ur versl­un­ar­inn­ar að sögn Atla. Hann var á staðn­um þeg­ar blað­a­mað­ur náði tali af hon­um en þá stóð yfir vinn­a við að losa vatn sem lek­ið hafð­i í versl­un­in­a.

„Við hefð­um opn­að á þriðj­u­dag næst en ég held að það sé tví­sýnt,“ seg­ir hann aðspurður um hvort tjónið komi til með að hafa áhrif á daglegan rekstur verslunarinnar að páskum loknum.

Atli Ólafsson, rekstrarstjóri verslunar Húsasmiðjunnar í Dalshrauni.
Mynd/Húsasmiðjan