Hátt hlutfall koltvíoxíðs var í and­rúms­lofti flug­vélarinnar sem hrapaði með fót­bolta­manninn Emili­ano Sala innan­borðs í janúar síðast­liðnum yfir Ermasundi, að því er fram kemur á vef BBC en þar er vitnað í nýja rann­sókn um slysið.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá var Sala á leið til Eng­lands, þar sem hann átti að spila með Car­diff, þegar tveggja manna flug­vélin hvarf af rat­sjám. Eftir mila leit fannst flug­vél hans svo og var hann lagður til hvílu rúmum mánuði síðar í heima­landi sínum.

Í um­ræddri rann­sókn kemur fram að mikið kol­tvíoxíð var í blóði Sala, raunar svo mikið að það hefði getað valdið hjarta­á­falli, floga­kasti eða með­vitundar­leysi. Lík flug­mannsins, David Ibbot­son, hefur enn ekki fundist.

Gera­int Her­bert, for­svars­maður bresku flug­slysa­nefndarinnar, segir að nefndin telji að báðir menn hafi orðið fyrir miklum kol­tví­sýring­seitrun áður en flug­vélin hrapaði. Hlut­fall kol­tvísírings í blóði Sala var 58 prósent, en allt yfir 50 telst mikið.

„Ein­kenni vægrar eitrunar eru syfja og svimi, en mikið magn af kol­tví­sýring í and­rúms­loftinu geta leitt til með­vitundar­leysis eða dauða,“ segir Her­bert. Hann segir að rann­sókn á slysinu muni halda á­fram en að nefndin muni nú sér­stak­lega beina sjónum sínum að hlut­falli kol­tví­sýrings í and­rúms­loftinu.