Virkjað hefur verið sam­komu­lag milli ríkisins og Slysa­varna­fé­lagsins Lands­bjargar sem felur í sér að björgunar­sveitir fái greitt fyrir að­stoð sína við gos­stöðvarnar. Í tölvu­pósti sem var sendur á allar stjórnir björgunar­sveita í gær, þar sem björgunar­sveitir eru hvattar til að skrá sig í gæslu­verk­efnið, kemur fram að gæslan hefur verið heima­mönnum erfið.

Frá því að gos­ið hófst fyr­ir viku hef­ur mik­ið mætt á björg­un­ar­sveit­ar­­fólk­i við að að­­stoð­a þar, eink­um hvað varð­ar að tryggj­a að svæð­ið sé ör­uggt og að eng­inn þeirr­a þús­und­a sem lagt hafa leið sína þang­að verð­i fyr­ir slys­um af völd­um goss­ins.

„Eins og öllum er kunnugt þá sitja fé­lagar okkar á Suður­nesjum uppi með eitt lítið sætt túr­ista­gos. Mikið mæðir á heima­mönnum og hefur verið kallað eftir björgum víða að. Nú er komið að því að leggja drögin að út­haldi eitt­hvað fram í tímann og þá virkjum við „sleggjuna,““ segir í tölvu­póstinum.

Guð­brand­ur Örn Arnar­­son, sem starfar í að­­gerð­ar­­stjórn Lands­bjarg­ar sagði í sam­tali við Frétta­blaðið í gær að það væri brjál­að að gera hjá Lands­björg og björg­un­ar­sveit­um vegn­a goss­ins.

Greitt verður fyrir gæslu­verk­efnin sam­kvæmt samningi um hjálpar­lið al­manna­varna. Ekki er enn búið að upp­reikna tíma­gjald og ganga endan­lega frá samningi þannig að tölurnar eiga eftir að hækka um ein­hverjar krónur. Sam­kvæmt tölvu­póstinum á stjórnir björgunar­sveita er tíma­gjaldið 8.200 krónur á ein­stak­ling, Sólar­hrings­gjald fyrir bif­reið rúm­lega 40.000 kr.

Al­manna­varnir greiða fyrir gas­grímur og verið er að vinna í magn­kaupum.