For­sætis­ráð­herra segir það mikið á­hyggju­efni í hve mikinn hnút deila Eflingar og Sam­taka at­vinnu­lífsins sé komin. Hún segir ekki hafa komið til tals á vett­vangi ríkis­stjórnar að beita sér í deilunni.

Frétta­blaðið innti Katrínu Jakobs­dóttur við­bragða við þeim fregnum sem bárust í morgun af því að Efling hefði sam­þykkt frekari verk­falls­boðanir og á­kvörðun SA um að stefna Eflingu fyrir Fé­lags­dóm.

„Þessi verk­falls­boðun í raun og veru bara stað­festir það sem svo sem hefur blasað við. Deilan er í mjög hörðum hnút og þetta bætist ofan á marg­vís­leg kæru­mál í raun og veru allra aðila gagn­vart hverjum öðrum,“ segir Katrín.

„Þannig að aug­ljós­lega er deilan í mjög hörðum hnút og það er auð­vitað baga­legt og mikið á­hyggju­efni fyrir okkur öll því æski­legast er að svona mál leysist við samninga­borðið.“

Að­spurð segir hún ekki hafa komið til tals hjá ríkis­stjórninni að beita sér vegna málsins með ein­hverjum hætti og segir það ekki á döfinni.

„Nei, það munum við ekki gera og höfum ekki rætt neitt slíkt. Þetta verk­fall skellur á eftir viku. Það liggur í raun ekki fyrir hvort að nokkur niður­staða hefur fengist í þau mál sem verið er að reka, annars vegar af hálfu Eflingar, af hálfu sátta­semjara og af hálfu SA. Við munum bara sjá, þetta verður allt að hafa sinn gang.“

Að­spurð út í á­hrif á efna­hags­legar horfur segir Katrín að um af­markaðan hóp sé að ræða sem fara muni í verk­fall.

„En auð­vitað ef að þessi deila dregst á langinn þá er það eins og allir sjá baga­legt, það er á­hyggju­efni.“