Tals­verður erill var hjá Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu í nótt en sam­kvæmt dag­bók lög­reglunnar voru 68 mál skráð á tólf klukku­stunda tíma­bili frá klukkan 17 í gær og til klukkan fimm í nótt. Þrír gista í fanga­geymslu vegna líkams­á­rásar og alls voru níu öku­menn teknir vegna aksturs undir á­hrifum á­fengis eða vímu­efna.

Þá kemur fram í dag­bók lög­reglunnar að eitt­hvað hafi verið um há­vaða­til­kynningar og að lög­reglan hafi þurft að veita nokkrum að­stoð vegna ölvunar. Þrjú um­ferðar­ó­höpp voru og eitt­hvað um slys á fólki.

Tals­verður fjöldi var stöðvaður vegna gruns um akstur undir á­hrifum en einn var einnig hand­tekinn vegna gruns um sölu og dreifingu fíkni­efna, vegna vopna­laga og vegna brot á lyfja­lögum.

Fram kemur á Face­book-síðu slökkvi­liðsins að nóttin hafi einnig verið eril­söm hjá þeim en þau sinntu alls 150 sjúkra­flutningum og voru þriðjungur þeirra for­gangs­verk­efni.

Dælu­bílar voru líka mikið á ferðinni eða um 20 sinnum, þar af voru vatns­tjón, ó­veður­stjón, um­ferðar­slys og ó­höpp og eitur­efna­leki en gat kom á kar með eitur­efni sem þurfti að hreinsa upp og dæla í nýjar um­búðir og má sjá að slökkvi­liðs­mann í sér­stökum eitur­efna­galla á myndinni að neðan en hann þeim þurfa þau að klæðast þegar þau hreinsa upp eitur­efni.