Mík­haí­l Sergejevít­sj Gor­bat­sjov, síðasti leið­togi Sovét­ríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Sam­kvæmt rúss­neskum fjöl­miðlum lést hann á spítala í Rúss­landi en Reu­ters greinir frá. Í frétt Reu­ters er honum hampað fyrir að hafa komið að enda­lokum Kalda stríðsins án þess að til blóðs­út­hellinga hafi komið.

Gor­bat­sjov tók við sem aðal­ritari Kommún­ista­flokks Sovét­ríkjanna 11. mars 1985 þegar Konastantín Tsjern­en­ko lést.

Gor­bat­sjov reyndi að breyta á­sýnd kommún­ista­flokksins með glas­nost (opnun) og endur­skipu­lagningu en talið er að það hafi orðið kommún­ista­flokknum að falli.

Gor­bat­sjov var 92 ára að aldri.
Fréttablaðið/EPA

Gor­bat­sjov kom til fundar við Ronald Reagan á Ís­landi árið 1986. Megin­­­mark­mið fundarins var að ná sam­komu­lagi um af­vopnun kjarn­orku­vopna þessara tveggja stór­velda sem háð höfðu kalt stríð um ára­tuga skeið og losa um spennu sem myndast hafði í sam­­skiptum ríkjanna. Þrátt fyrir að mark­mið leið­­toga­fundarins hafi ekki náðst var hann þó þýðingar­­mikill liður í þeirri af­vopnunar­veg­­ferð sem leið­­togarnir voru á.

Fundurinn vakti gríðar­­lega at­hygli hér á landi sem og í heiminum öllum enda markaði hann tíma­­mót í tor­veldum sam­­skiptum Banda­­ríkjanna og Sovét­­ríkjanna. Á­huga­­samir Ís­­lendingar tóku virkan þátt í öllu því um­­stangi sem fundinum fylgdi og segja má að gripið hafi um sig eins konar leið­­toga­fundar-æði hér á landi.

Gor­bat­sjov á fundi með Reagan í Höfða árið 1986.
Ljósmyndasafn

Mikill við­búnaður var vegna komu leið­­toganna. Stór hópur fylgdar­manna fylgdi leið­­togunum tveimur og mikill fjöldi blaða­manna fylgdu þessum merkis­at­burði eftir og augu heimsins beindust að litla húsinu sem kallast Höfði. Ráðist var í um­­fangs­­miklar götu­lokanir í Reykja­­vík og vopnaðir verðir frá Ís­landi, Banda­­ríkjunum og Sovét­­ríkjunum voru við öllu reiðu­búnir.

Eftir rúm­­lega tveggja klukku­­stunda langan fund stöldruðu Reagan og Gor­bat­sjov stutt­­lega við fyrir framan Höfða þar sem þeir tjáðu fjöl­­miðlum að fundurinn hefði mis­heppnast. Þeir fé­lagar linuðust hins vegar eftir því sem árin liðu og viður­­kenndu að fundurinn hefði sannar­­lega lagt grunninn að því að binda enda á kalda stríðið og hefja kjarn­orku­af­vopnun stór­veldanna tveggja.

Eftir að Ber­línar­múrinn féll árið 1989 jukust vanda­mál Gor­bat­sjov. Sóvétríkin voru að barmi borgarastyrjaldar og reyndi Gor­bat­sjov að koma í veg fyrir sundrung. Árið 1991 var reynt að steypa honum af stóli og var hann settu í stofufangelsi við Svartahaf. Í júní 1991 var kosinn nýr forseti Rússlands og þann 25. desember var sóvéski fáninn tekinn niður af Kreml í síðasta sinn og sagði Gor­bat­sjov af sér sem forseti.

Gor­bat­sjov hlaut friðar­verð­laun Nóbels árið 1990.

Gor­bat­sjov að lenda á Íslandi. Glöggir lesendur geta séð viðskiptajöfurinn Björgólf Thor í bakgrunni en hann hóf sinn viðskiptaferill meðal annars í Sóvétríkjunum.
Fréttablaðið/GVA