Mike Pompeo, utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna, kemur til Ís­lands 15. febrúar en þar mun hann hitta Katrínu Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra og Guð­laug Þór Þórðar­son, utan­ríkis­ráð­herra. 

Frá þessu er greint í dag­bók ráð­herrans fyrir næstu viku en Pompeo mun dvelja í Evrópu dagana 11. til 15. febrúar. Ferð hans hefst í Búda­pest í Ung­verja­landi, en því næst fer hann til Slóvakíu áður en hann heldur til Pól­lands. Loks fer hann til Brussel áður en hann lýkur ferð sinni hér á landi. 

Fyrir­hugað er að Pompeo muni ræða mál­efni norður­slóða við full­trúa ríkisstjórnarinnar, for­ystu Ís­lands í norður­skauts­ráðinu og vaxandi efna­hags­sam­skipti ríkjanna.