Innlent

Mike Pompeo til Ís­lands í næstu viku

Mike Pompeo, utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna, kemur til Ís­lands 15. febrúar en þar mun hann hitta Katrínu Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra og Guð­laug Þór Þórðar­son, utan­ríkis­ráð­herra.

Mike Pompeo er á leið til landsins. Fréttablaðið/Getty

Mike Pompeo, utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna, kemur til Ís­lands 15. febrúar en þar mun hann hitta Katrínu Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra og Guð­laug Þór Þórðar­son, utan­ríkis­ráð­herra. 

Frá þessu er greint í dag­bók ráð­herrans fyrir næstu viku en Pompeo mun dvelja í Evrópu dagana 11. til 15. febrúar. Ferð hans hefst í Búda­pest í Ung­verja­landi, en því næst fer hann til Slóvakíu áður en hann heldur til Pól­lands. Loks fer hann til Brussel áður en hann lýkur ferð sinni hér á landi. 

Fyrir­hugað er að Pompeo muni ræða mál­efni norður­slóða við full­trúa ríkisstjórnarinnar, for­ystu Ís­lands í norður­skauts­ráðinu og vaxandi efna­hags­sam­skipti ríkjanna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Umhverfismál

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing