Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkjanna, mun sækja Ís­land heim þann 3. septem­ber næst­komandi í opin­berri heim­sókn en þetta er stað­fest inni á vef Hvíta hússins. Þar kemur fram að Pence muni næst á eftir sækja Bret­land heim 4.-5. septem­ber og svo Ír­land föstu­daginn 6. septem­ber.

Í heim­sókn sinni hingað mun varafor­setinn meðal annars ræða mikil­vægi land­fræði­legrar legu Ís­lands á norðu­heim­skauts­svæðinu, sem og starf­semi NATO vegna aukinna um­svifa Rúss­lands í heims­hlutanum. Þá mun hann auk þess ræða tæki­færi landanna tveggja til að auka við­skipti og fjár­festingar sín á milli.

Þá kemur jafn­framt fram í til­kynningunni að varafor­setinn muni leggja á­herslu á að styrkja sem og auka tví­hliða sam­skipti Bret­lands og Banda­ríkjanna í heim­sókn sinni þangað, í ljósi væntan­legrar út­göngu Bret­lands úr Evrópu­sam­bandinu.

Þá mun hann jafn­framt ræða leiðir til að bregðast við ógninni af Íran í Mið­austur­löndum og víðar, sem og á­hrifum Kína, meðal annars í þróun fjar­skipta­kerfa.