Mike Pence, vara­­for­­seti Banda­­ríkjanna, mun dvelja lengur á Ís­landi en upp­­haf­­legar á­ætlanir stóðu til um. Þetta verður til­kynnt innan skamms á vef Hvíta hússins. Sam­­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins ætlast vara­­for­­setinn með þessu til að funda með Katrínu Jakobs­dóttur, for­­sætis­ráð­herra Ís­lands og er undir­búningur vegna fundarins hafinn.

Upp­haf­lega kom fram í til­kynningu Hvíta hússins þann 15. ágúst síðast­liðinn að vara­for­setinn myndi heim­sækja Ís­land þann 3. septem­ber næst­komandi, hitta Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og ferðast svo til Bret­lands daginn eftir.

Fjar­vera Katrínar á meðan heim­­sókn hans stendur hefur vakið heims­at­hygli en Katrín verður á árs­þingi Nor­rænu verka­­lýðs­hreyfingarinnar í Sví­­þjóð þann 4. septem­ber næst­komandi. Katrín hefur í­trekað lýst því yfir að nær­vera Pence hafi ekki haft á­hrif á á­­kvörðun sína, fundurinn hafi verið á­­kveðinn áður en heim­­sókn hans hafi verið til­­kynnt.

Hefur meðal annars sagn­­fræðingurinn Þór Whitehead lýst því yfir að afar fá­heyrt sé að leið­­togar vest­rænna ríkja á­­kveði að vera er­­lendis í stað þess að taka á móti leið­­togum Banda­­ríkjanna.

Komið hefur fram að vara­for­­setinn ætli sér meðal annars að ræða mikil­­vægi land­­fræði­­legrar legu Ís­lands á norðu­heim­­skauts­­svæðinu, sem og starf­­semi NATO vegna aukinna um­­­svifa Rúss­lands í heims­hlutanum.