Innlent

Mið­flokkurinn kynnti stefnu­málin í borginni í dag

Vigdís Hauksdóttir, borgarstjóraefni Miðflokksins, kynnti helstu stefnumál flokksins í borginni í dag.

Frá kynningu flokksins á blaðamannafundi fyrr í dag Fréttablaðið/Eyþór

Miðflokkurinn kynnti stefnumál sín í borginni fyrir væntanlega sveitarstjórnarkosningar í maí,  á blaðamannafundi í kosningamiðstöð sinni, fyrr í dag.

Kynningin var undir fyrirsögninni „Blómstrandi borg“ og kom þar fram að flokkurinn stefnir á að forgangsraða fjármagni borgarinnar í grunnþjónustu og margfalda húsnæði fyrir ungt fólk og fjölskyldur í úthverfum.

Þá vilja þau bjóða upp á ýmislegt fyrir börn eins og gjaldfrjálsan mat í grunnskólum, þau vilja tvöfalda upphæð frístundakortsins, fjölga kennslustundum í list-, verk- og tæknigreinum í grunnskólum og efla vinnuskólann með fjölbreyttu úrvali

Þau vilja skipuleggja nýtt svæði fyrir þjóðarsjúkrahús að Keldum og standa vörð um að flugvöllurinn verði áfram í „hjarta allra landsmanna“ í borginni.

Einnig vilja þau bæta gatnakerfið, stytta ferðatíma fyrir fjölskyldubílinn og gjaldfrjálsan strætó fyrir alla sem eru með lögheimili í Reykjavík.

Fundurinn í dag var blaðamannafundur, en formleg kynning, fyrir kjósendur, verður í kosningamiðstöð þeirra í höfuðstöðvum flokksins á Suðurlandsbraut, næsta laugardag kl 11. 

Hægt er að horfa á kynninguna, frá því í dag, hér að neðan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Miðflokkurinn býður fram í Vesturbyggð

Stjórnmál

Stórar hugmyndir án útfærslu

Innlent

Vill nota meira af olíu og gasi í stað kola

Auglýsing

Nýjast

Tölva Hauks á heimleið: „Kannski eitt ljóð enn“

Ung­lingar léku sér á næfur­þunnum haf­ís við Ísa­fjörð

Skóladrengir veittust að kyrjandi frumbyggja

70 missa vinnuna fyrir árslok

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Auglýsing