Kon­an sem tók mynd­skeið­ið af Eið Smár­a Guð­john­sen, að­stoð­ar­þjálf­ar­a ís­lensk­a karl­a­lands­liðs­ins í fót­bolt­a, kast­a af sér vatn­i í mið­bæ Reykj­a­vík­ur um síð­ust­u helg­i seg­ist mið­ur sín yfir því að það hafi far­ið í dreif­ing­u.

Hún birt­i mynd­skeið­ið aldr­ei op­in­ber­leg­a, held­ur send­i ein­ung­is á tvo vini sína. Í fjöl­miðl­um hef­ur ver­ið greint frá því að starf Eiðs Smár­a sem að­stoð­ar­þjálf­ar­a A lands­liðs karl­a í knatt­spyrn­u sé í hætt­u vegn­a mynd­bands­ins.

Í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið seg­ir kon­an að hún vilj­i biðl­a til þeirr­a fjöl­miðl­a sem hafa birt mynd­band­ið um að taka það nið­ur. Hún vill ekki láta nafns síns get­ið í fjöl­miðl­um en sýnd­i blað­a­mann­i lýs­i­gögn mynd­skeiðs­ins til að sann­a að upp­haf­leg­a mynd­skeið­ið væri henn­ar. At­vik­ið átti sér stað að­far­a­nótt föst­u­dags­ins 11. júní, um klukk­an eitt um nótt­in­a.

Vissi ekki hver Eiður Smári væri

„Ég sat bara í stiganum hjá Ingólfstorgi að borða og hann var eitthvað svo fyndinn þannig ég ákvað að taka það upp. Ég ætlaði aldrei að birta þetta myndband opinberlega og ég vissi ekki einu sinni að þetta væri hann,“ segir konan. Hún er ekki íslensk og segist ekki hafa haft hugmynd um hver Eiður Smári væri.

„Mér líður illa yfir því að hafa tekið þetta upp,“ segir hún og bætir við að henni finnst vinur sinn sem sendi myndbandið áfram hafa svikið sig.

„Ég er vön því að taka ýmislegt fyndið og skemmtilegt upp sem gerist í miðbænum fyrir sjálfan mig og nána vini en ekki til þess að því sé deilt með öllum heiminum,“ segir hún.

„Núna þegar ég veit hann er frægur hefði ég alls ekki gert þetta og mér þykir ömurlegt að vita að hann gæti misst vinnuna sína útaf þessu. Mér finnst fólk vera heldur dómhart þar sem við gerum öll heimskulega hluti stundum.“