Nýr meiri­hluti Fram­sóknar, Sam­fylkingar, Pírata og Við­reisnar í Reykja­vík var kynntur í gær með sam­starfs­sátt­mála upp á 34 blað­síður. Samningurinn er ítar­legur og ljóst að allir flokkar í meiri­hluta­sam­starfinu hafa fengið að koma sínum málum að.

Það hefur andað köldu milli Pírata og Fram­sóknar­flokksins á Al­þingi. En nú fá flokkarnir að vinna saman sem Ólafur Þ. Harðar­son, prófessor í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands, segir að sé mjög spennandi.

„Það er mjög á­huga­vert við það að þessir flokkar séu að fara saman í meiri­hluta því það hefur virst spenna á milli þeirra í þinginu. Þannig ef sam­starf þeirra í sveitar­stjórnum gengur vel gæti það haft á­hrif á and­rúms­loftið í þinginu líka,“ segir Ólafur.

Hann bendir á að gangi sam­starf þeirra vel geti það vel breytt hinu pólitíska lands­lagi. „Það gæti gert það. Ef skap­legt er á milli þeirra þá gæti það aukið líkurnar á að í lands­stjórninni hug­leiði fólk af al­vöru þann mögu­leika að mynda fjögurra eða fimm flokka mið­vinstri stjórn.“

Sam­starfs­samningurinn er 34 síður og er nokkuð ítar­legur. Það á að ráðast í hús­næðis­á­tak og út­hluta lóðum í Úlfarsár­dal, á Kjalar­nesi, á Hlíðar­enda, í Gufu­nesi og á Ár­túns­höfða.

Hefja gerð um­hverfis­mats vegna Sunda­brautar og koma að gerð hús­næðis­sátt­mála ríkis og sveitar­fé­laga, svo fátt eitt sé nefnt. Engin orð eru um nýjan þjóðar­völl þótt minnst sé á nýja þjóðar­höll.

„Þetta er ítar­legur samningur og komið inn á mörg mál. Það virðist að allir flokkar hafi komið heil­miklu af sínum málum inn í sátt­málann. Þetta er til­tölu­lega langur sátt­máli. Það getur verið skyn­sam­legt að gera slíkt áður en haldið er í sam­starf með flest á­herslu­at­riði á kjör­tíma­bilinu,“ segir Ólafur. Hann bendir þó á að slíkt sé þekkt meðal ríkis­stjórna. Þar hafi slíkir sátt­málar verið að lengjast.

„Sá nýjasti sem var gerður var sá lengsti í sögunni,“ segir Ólafur.