Miðflokkurinn mælist með álíka mikið fylgi og VG, og meira fylgi en Píratar og Framsóknarflokkurinn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Fylgið mælist 11,8%. Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkur landsins með 21,3% fylgi.

Fylgi Miðflokksins var 9,2% í síðustu könnun og hefur því hækkað um 2,6 prósentustig á milli kannanna.

Fylgi Pírata lækkar mikið á milli kannanna. Fylgið mældist í byrjun maí 13,4% en mældist nú 9,8%.

Hér fyrir neðan má sjá fylgi allra flokkanna nú og í síðustu könnunum, ef smellt er á örvarnar efst í hornunum.