Mið­flokkurinn aug­lýsir í dag eftir reynslu­sögum fólks sem hefur „lent í kerfinu“, mætt ó­bil­girni af hálfu hins opin­bera og upp­lifað ó­eðli­legar hindranir stjórn­kerfisins í dag­legu lífi eða við stofnun og rekstur fyrir­tækja.

Á heima­síðu­flokksins má sjá að þau biðla til al­mennings að að­stoða þau við þetta verk­efni. Fram kemur í aug­lýsingunni að gætt verði nafn­leyndar óski fólk þess.

Með því að safna saman sögunum segir Mið­flokkurinn í aug­lýsingu sinni að hægt sé að greina vandann og þannig verði þau betur í stakk búin til að leysa hann.

Meðal þess sem stefnt er að er ein­faldara reglu­verk, aukin vernd borgara gagn­vart yfir­valdinu, aukið jafn­ræði óháð efna­hag og þjóð­fé­lags­stöðu, ein­falda sam­skipti við opin­berar stofnanir og minna bákn sem myndi leið til lægri skatta og betri lífs­kjara.