Miðflokkurinn hefur eytt mestu í auglýsingar á Facebook undanfarinn mánuð, tæpum 2,9 milljónum króna, sem að langmestum hluta hefur verið notað undanfarnar tvær vikur.
Fram að þessu hafði Flokkur fólksins leitt í auglýsingakapphlaupinu á miðlinum en auglýsingar hans hafa verið jafndreifðari yfir lengra tímabil. Hefur flokkurinn eytt mestu á einu ári, 4,9 milljónum.
Þegar horft er til 30 daga hefur Flokkur fólksins eytt tæpum 2,2 milljónum króna líkt og og Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert. Tveir flokkar hafa eytt yfir milljón. Framsóknarflokkurinn hefur eytt 1,9 milljónum króna og Samfylkingin sem hefur eytt 1,2 milljónum.
Sósíalistaflokkurinn hefur eytt 650 þúsund krónum, Viðreisn 590 þúsundum, Píratar 580 þúsundum, Vinstri græn 480 þúsundum og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn 150 þúsundum.