Mið­flokkurinn hefur eytt mestu í aug­lýsingar á Face­­book undan­farinn mánuð, tæpum 2,9 milljónum króna, sem að lang­mestum hluta hefur verið notað undan­farnar tvær vikur.

Fram að þessu hafði Flokkur fólksins leitt í aug­lýsinga­kapp­hlaupinu á miðlinum en aug­lýsingar hans hafa verið jafn­dreifðari yfir lengra tíma­bil. Hefur flokkurinn eytt mestu á einu ári, 4,9 milljónum.

Þegar horft er til 30 daga hefur Flokkur fólksins eytt tæpum 2,2 milljónum króna líkt og og Sjálf­stæðis­flokkurinn hefur gert. Tveir flokkar hafa eytt yfir milljón. Fram­sóknar­flokkurinn hefur eytt 1,9 milljónum króna og Sam­fylkingin sem hefur eytt 1,2 milljónum.

Sósíal­ista­flokkurinn hefur eytt 650 þúsund krónum, Við­reisn 590 þúsundum, Píratar 580 þúsundum, Vinstri græn 480 þúsundum og Frjáls­lyndi lýð­ræðis­flokkurinn 150 þúsundum.