Þing­menn Mið­flokksins röðuðu sér nú í kvöld á mælenda­skrá í þriðju um­ræðu um frum­varp um loft­lags­mál sem miðar að styrkingu á stjórn­sýslu og um­gjörð stjórn­sýslu loft­lags­mála og skerpa á ýmsum á­kvæðum laganna. Frum­varpið verður tekið til at­kvæða­greiðslu nú í kvöld en sjá má þær í beinni hér að neðan.

Líkt og sjá má á vef Al­þingis eru allir níu þing­menn þing­flokks Mið­flokksins á mælenda­skrá vegna málsins og er Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður flokksins fyrsti þing­maður á mælenda­skrá vegna málsins. Auk þeirra eru Ari Trausti Guð­munds­son, Vinstri Grænum, Helga Vala Helga­dóttir, Sam­fylkingunni og Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar, einnig á mælenda­skrá.

Þing­menn Mið­flokksins hafa farið mikinn á nú­verandi þing­vetri en mál­þóf flokksins vegna hins svo­kallaða þriðja orku­pakka, er meðal lengstu mál­þófa sögunnar á þinginu líkt og fram kom í svörum frá skrif­stofu Al­þingis til Frétta­blaðsins.