Skot­vopni var miðað að höfði Cristinu Fernandez de Kirchner, vara­for­seta Argentínu, í gær­kvöldi og telja yfir­völd að byssu­maðurinn hafi ætlað sér að ráða hana af dögum.

At­vikið náðist á mynd­band en það átti sér stað við heimili vara­for­setans þar sem fjöl­margir – bæði mót­mælendur og stuðnings­menn hennar – höfðu komið saman vegna réttar­halda yfir henni vegna spillingar.

Engum skotum var þó hleypt úr byssunni en í frétt argentínska fjöl­miðilsins Clarin kemur fram að byssan hafi verið hlaðin.

Í frétt Reu­ters kemur fram að fjöl­margir stjórn­mála­menn í Suður-Ameríku, þjóðar­leið­togar þar á meðal, hafi lýst yfir stuðningi við Cristinu og ó­beit á hvers konar of­beldi.

Cristina gegndi em­bætti for­seta Argentínu í tví­gang á árunum 2007 til 2015 en hefur verið vara­for­seti frá 2019.